Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. október 2022 23:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brighton gerir allt rétt nema fyrir framan markið
Danny Welbeck framherji liðsins
Danny Welbeck framherji liðsins
Mynd: EPA

Lee Dixon fyrrum leikmaður Arsenal segir að Brighton þurfi nauðsynlega á nýjum framherja að halda.


„Þeir þurfa að finna afkastamikinn framherja í janúar. Þeir gera allt rétt fram að vítateignum. 19 skot, Brighton ætti virkilega að skora og næla í stigin þrjú," sagði Dixon hjá Amazon.

„Þeir hafa aldrei átt afkastamikinn framherja hvort eð er. Það hefur ekki mikið breyst fyrir framan markið. Það þarf ekki bara einn leikmann til að leysa vandann. Þú vilt framherja sem tekur mestu pressuna í þeim málum. Það er hægt að skora af miðjunni en þeir þurfa framherja sem sækir mörk."

Roberto De Zerbi hefur gert tvö jafntefli og tapað tveimur síðan hann tók við liðinu. Liðið hefur ekki skorað mark í síðustu þremur leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner