Wolves tapaði niður forystunni í síðari hálfleik gegn Crystal Palace en Adama Traore kom liðinu yfir í leiknum.
Það varð allt vitlaust á bekknum hjá Wolves undir lok leiksins en þeir vildu meina að þeir áttu skilið að fá vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á Marc Guehi í teignum.
Lee Mason var í VAR herberginu en hann lét David Coote dómara leiksins ekki um að fara í skjáinn en Steve Davis bráðabirgðarstjóri Wolves skilur ekki þá ákvörðun.
„Við sáum þetta og þetta lítur út fyrir að vera víti, gæjinn setur hendina út og boltinn fer í hana. Við vitum ekki hvað Lee Mason sá en við sáum þetta af mörgum sjónarhornum og það er ljóst að hann lyfti fætinum og hendinni og boltinn fer í hendina," sagði Davis.
Athugasemdir