Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   þri 18. október 2022 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: De Zerbi enn án sigurs - Zaha hetja Crystal Palace

Crystal Palace snéri taflinu við í síðari hálfleik gegn Wolves eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.


Adama Traore sá til þess að Wolves var yfir í hálfleik en Eberechi Eze jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleik.

Palace var mun líklegra til að ná forystunni og það varð raunin þegar Wilfried Zaha kom boltanum í netið og tryggði liðinu stigin þrjú. Palace stekkur upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Wolves er áfram í 17. sæti.

Fyrr í kvöld gerðu Brighton og Nottingham Forest markalaust jafntefli. Brighton tók öll völd á vellinum, sérstaklega í fyrri hálfleik en Dean Henderson átti góðan leik í marki Forest.

Brighton á enn eftir að næla í sigur eftir að Roberto De Zerbi tók við liðinu en liðið er í 7. sæti með 15 stig. Forest er áfram í 19. sæti.

Brighton 0 - 0 Nott. Forest

Crystal Palace 2 - 1 Wolves
0-1 Adama Traore ('31 )
1-1 Eberechi Eze ('47 )
2-1 Wilfred Zaha ('70 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner