Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. október 2022 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir með járn í eldinum - Opinn fyrir því að fara til Færeyja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson hefur verið án starfs síðan hann var látinn taka pokann sinn hjá Val á miðju tímabili. Heimir var nefndur í tengslum við Grindavík þegar félagið var í þjálfaraleit og sagði í Chess After Dark að hann væri opinn fyrir því að þjálfa FH á nýjan leik.

„Maður er alltaf með einhver járn í eldinum. En svo sjáum við bara hvað gerist, mótið er ekki búið ennþá. Ég ætla bara að bíða aðeins og sjá hvort það gerist ekki eitthvað eftir mótið líka," sagði Heimir við Fótbolta.net.

Hafa félög í Lengjudeildinni heyrt í þér? „Það eru búnar að vera viðræður við einhver lið."

Ef það kæmi tilboð frá Færeyjum, væri það eitthvað sem þú myndir skoða?

„Ég er með fína tengingu í Færeyjum, þekki góðan umboðsmann þar, Jákub í Stórustovu, og ég er alveg opinn fyrir því. Það er geggjað að vera í Færeyjum."

Heimir er mjög sigursæll þjálfari, þjálfaði FH á árunum 2008-2017. Tímabilin 2018 og 2019 var hann þjálfari HB í Færeyjum og tók í kjölfarið við hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner