Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. október 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Stelpurnar okkar, og Steini líka, mega ekki vera lítil núna"
Icelandair
Það var sárt að tapa gegn Portúgal.
Það var sárt að tapa gegn Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Halldórsson.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ísland missti af HM með grátlegum hætti.
Ísland missti af HM með grátlegum hætti.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Eftir leikinn gegn Portúgal.
Eftir leikinn gegn Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það hefur myndast mikil umræð um stöðu kvennalandsliðsins eftir tap gegn Portúgal í umspili fyrir HM. Stelpurnar misstu af HM með grátlegum hætti.

Á löngum köflum var frammistaðan gegn Portúgal ekki góð, líkt og raunin hefur verið í nokkrum öðrum stórum leikjum á þessu ári.

„Það var ótrúlega mikill áhugi hjá íslensku þjóðinni á þessum leik og öllu eftir leikinn," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Það er fínt að fólk taki umræðuna um að það vilji betri gæði og betri fótbolta," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Talað var um það í þættinum að fyrst hefðu spjótin beinst að Stephanie Frappart, dómara, sem átti mjög erfiðan dag á skrifstofunni. En svo hafi umræðan beinst að slakri frammistöðu Íslands fram að rauða spjaldinu.

„Eitt sem mér finnst hafa gleymst í umræðunni um þennan leik og hefur vantað er þegar við komumst yfir, 1-0. Markið sem er dæmt af Sveindísi Jane, þetta brot hjá Guðnýju Árnadóttur sem gerir það að verkum að markið er dæmt af... þetta er heimskulegasta brot sem ég hef séð lengi," sagði Elvar.

„Mér finnst þetta gerast oft. Þetta er ekki alltaf svona afdrífaríkt, hún tók af okkur mark með þessu heimskulega broti. Auðvitað vilja leikmenn vel og það er verið að reyna að gera allt til að troða boltanum í netið. En það eru svona litlir hlutir - fyrir utan það að þær geta varla sent á milli sín boltanum eða koma sér ekki í stöður til þess - sem eru að skaða þetta lið," sagði Tómas.

„Það vantar kúlturbreytingu á að gera þessa litlu hluti rétt. Það vantar Lalla (Lagerback) í þetta. Þessi litlu heimskulegu mistök, það er ekki alltaf kveikt á öllum perum. Það vantar kúltur fyrir því - eins og þarna að brjóta ekki - að vera með ljósin kveikt."

Tómas bætti svo við: „Við vinnum aldrei leiki sem skipta einhverju máli."

Það birtist skoðanakönnun hér á síðunni í síðustu viku þar sem var spurt: Er Þorsteinn Halldórsson rétti þjálfarinn fyrir kvennalandsliðið?



„Hlutabréfin í honum hafa hrapað hjá íslensku þjóðinni," sagði Elvar. „Svo geturðu spurt aftur eftir tvær vikur þegar fólk er komið aðeins lengra frá þessu. Fólk er kannski reitt akkúrat núna. Samt, þetta segir eitthvað. Það er ýmislegt sem þarf að taka umræðu um. Eins og til dæmis: Hvernig getum við ekki komið Sveindísi Jane í betri stöður í þessum fótboltaleikjum?" sagði Tómas og bætti við að það vantaði að hafa Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á miðsvæðinu.

Að lokum sagði Tómas: „Stelpurnar okkar, og Steini líka, mega ekki vera lítil núna. Tökum því fagnandi að það sé mikill áhugi og mikil ástríða fyrir því að þær geri betur. Fólki er ekki sama. Umræðan væri ekki svona ef öllum væri sama. Við vitum að við getum gert betur. Þó umræðan sé neikvæð núna þá er það þeirra að snúa þessu við."

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.

Sjá einnig:
Frappart er óvinur okkar en boltinn má ekki vera það líka
Útvarpsþátturinn - Ómar Ingi og helstu boltamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner