Kantmaðurinn Elmar Kári Enesson Cogic hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu út 2026.
Elmar Kári er 22 ára gamall og uppalinn hjá Aftureldingu en hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2020.
Síðan þá hefur hann vaxið jafn og þétt yfir í að vera lykilmaður liðsins.
Á síðasta ári var hann valinn besti leikmaður tímabilsins og knattspyrnumaður ársins hjá Aftureldingu. Hann var valinn í lið ársins 2023 og eftir nýafstaðið tímabil er Afturelding kom sér upp í Bestu deildina.
Elmar hefur spilað 95 leiki og skorað 41 mark í deild- og bikar með Aftureldingu ásamt því að hafa lagt upp fjölmörg mörk.
Hann hefur nú skuldbundið sig félaginu út 2026 og mun því taka slaginn með liðinu er það spilar í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins á næsta ári.
Elmar Kári framlengir út 2026 ?
— Afturelding (@umfafturelding) December 18, 2024
Kantmaðurinn Elmar Kári Enesson Cogic hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu en nýi samningurinn gildir út tímabilið 2026. Elmar Kári er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur spilað með liðinu allan sinn feril. Hinn 22 ára gamli Elmar spilaði… pic.twitter.com/yQIhuZbP5O
Athugasemdir