Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 19. júní 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Birnir Snær kjörinn besti leikmaður Bestu hingað til
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson varð í öðru sæti.
Gísli Eyjólfsson varð í öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, var kjörinn besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til í kosningu sem var á forsíðu Fótbolta.net í síðustu viku.

Birnir hefur verið gjörsamlega geggjaður með toppliði Víkings á tímabilinu en hann er með sex mörk og þrjár stoðsendingar. Allt tímabilið í fyrra var hann samtals með fimm mörk + stoðsendingar.

Hann er með flest skot í deildinni, 34 talsins, og er með langflest knattrök (dribble), 108 talsins. Er að klára 60,19% þeirra sem er mjög vel gert. Þá er hann með næst flestar snertingar af öllum leikmönnum deildarinnar inn í teig.

Í Innkastinu var opinberað val á úrvalsliði og besta þjálfaranum úr umferðum 1-11. Í kjölfarið voru svo valdir fjórir leikmenn sem lesendur gátu kosið um sem þann besta.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var niðurstaðan afhjúpuð. Birnir fékk 45% atkvæða en Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, varð í öðru sæti í kosningunni með 32%.

Hver hefur verið bestur í Bestu hingað til?
45% Birnir Snær Ingason, Víkingur (1534)
32% Gísli Eyjólfsson, Breiðablik (1102)
16% Logi Tómasson, Víkingur (545)
7% Oliver Ekroth, Víkingur (245)


Tiltalið: Birnir Snær Ingason
Útvarpsþátturinn - Leikdagur í Laugardal
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner