
Sautjánda umferð Lengjudeildarinnar hefst í kvöld. Tveimur leikjum í umferðinni hefur verið frestað en þrír af fjórum leikjum fara fram í dag og einn á morgun.
Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur og fyrrum leikmaður Gróttu og Víkings Ólafsvíkur, er spámaður umferðarinnar.
Siggi Bond spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvö hárrétt úrslit þegar hann spáði í 16. umferð. Svona spáir Ástbjörn leikjunum:
Ástbjörn Þórðarson, leikmaður Keflavíkur og fyrrum leikmaður Gróttu og Víkings Ólafsvíkur, er spámaður umferðarinnar.
Siggi Bond spáði í leiki síðustu umferðar og var með tvö hárrétt úrslit þegar hann spáði í 16. umferð. Svona spáir Ástbjörn leikjunum:
Afturelding 1 - 1 Vestri (FRESTAÐ - Óljóst hvenær leikur fer fram)
Það er mikil jafnteflislykt yfir þessum leik. Hann fer 1-1 og Kristján Atli Marteinsson skorar eitt mark og eitt sjálfsmark.
Grindavík 3 - 0 Þróttur (Í kvöld 18:00)
Grindjánar taka þennan leik örugglega 3-0. Oddur Ingi setur perfect hat-trick. Hægri, vinstri og skalli
Grótta 2 - 1 Kórdrengir (Í kvöld 19:15)
The Axel Freyr derby. Þetta verður skemmtilegasti leikur umferðarinnar, fullt af færum og jafnvel 1 rautt spjald. Leikurinn endar svo með 2-1 sigri Gróttu. Óliver Dagur skorar úr aukaspyrnu, annaðhvort Alex Freyr eða Axel Freyr jafnar og Gunnar Jónas setur winner á 90 mín.
Fram 4 - 0 Selfoss (Í kvöld 19:15)
Framarar eru farnir að sjá Pepsi Max sætið og eru vel peppaðir. Þeir rústa þessum leik 4-0. Tryggvi Snær tekur Paul Pogba á þetta og verður með 4 assist.
Þór 1- 2 ÍBV (FRESTAÐ - Óljóst hvenær leikur fer fram)
Þetta verður hörkuleikur. Eyjamenn þurfa sigur til að halda Kórdrengjunum frá sér og þeim til mikillar gleði verða KA menn á línunni. Atli Hrafn klárar leikinn með marki og stoðsendingu, 1-2 fyrir ÍBV.
Víkingur Ó 1 - 0 Fjölnir (Á morgun 19:15)
Víkings Ó. lestin er kominn af stað og nú verður helvíti erfitt að stoppa hana. Bjartur Bjarmi heldur áfram að skora og hann skorar eina mark leiksins, 1-0 fyrir Ólsurum.

Þrenna frá Oddi Inga í kvöld?
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir