Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. október 2022 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og Spurs: Rashford inn fyrir Ronaldo
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Manchester United og Tottenham eigast við í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið staðfest.


Bæði lið gera aðeins eina breytingu. Erik ten Hag setur Marcus Rashford inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo sem fer á bekkinn á meðan Antonio Conte setur Yves Bissouma inn fyrir hinn meidda Richarlison.

Rashford leiðir því sóknarlínu Rauðu djöflanna með Antony, Jadon Sancho og Bruno Fernandes fyrir aftan sig. 

Harry Kane er á sínum stað í fremstu víglínu Tottenham með Son Heung-min fyrir aftan sig. Yves Bissouma kemur inn í þriggja manna miðju við hlið Rodrigo Bentancur og Pierre-Emile Hojbjerg.

Man Utd er í fimmta sæti með 16 stig á meðan Tottenham er í þriðja sæti, með 23 stig. Rauðu djöflarnir eiga þó leik til góða.

Lærisveinar Conte eru aðeins fjórum stigum eftir toppliði Arsenal.

Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Shaw, Casemiro, Fred, Antony, Fernandes, Sancho, Rashford.
Varamenn: Heaton, Lindelof, Ronaldo, Malacia, Eriksen, Pellistri, Elanga, McTominay, Garnacho. 

Tottenham: Lloris, Romero, Dier, Davies, Doherty, Hojbjerg, Bentancur, Bissouma, Perisic, Son, Kane.
Varamenn: Forster, Skipp, Sanchez, Gil, Sessegnon, Spence, Tanganga, Moura, Lenglet. 


Athugasemdir
banner
banner
banner