Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. október 2022 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Alisson og Milner björguðu á lokamínútunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool vann annan deildarleik sinn í röð þegar liðið tók á móti West Ham United fyrr í kvöld.


Þessir tveir sigrar eru kærkomnir eftir slaka byrjun á úrvalsdeildartímabilinu en Liverpool vermir sjöunda sætið með 16 stig eftir 10 umferðir.

Liverpool sýndi yfirburði gegn West Ham en tókst ekki að gera út um leikinn. Lokatölur urðu 1-0 þar sem Darwin Nunez skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en Hamrarnir komust afar nálægt því að jafna í tvígang.

Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker gerði gæfumuninn í leiknum þar sem hann varði vítaspyrnu frá Jarrod Bowen undir lok fyrri hálfleiks og bjargaði svo marki á lokamínútunum.

Tomas Soucek var í dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór fyrst af James Milner og svo af Alisson og út í hornspyrnu, en boltinn var á leið í netið áður en hann hafði viðkomu í Liverpool-mönnunum.

Frábær björgun sem tryggði dýrmæt stig fyrir lærisveina Jürgen Klopp.

Sjáðu björgunina


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner