Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. október 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Níðsöngvar beindust að Eiði Smára og Eggerti Gunnþóri
Eiður Smári eftir bikarúrslitaleikinn.
Eiður Smári eftir bikarúrslitaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur fékk refsingu vegna hegðunar stuðningsmanna.
Víkingur fékk refsingu vegna hegðunar stuðningsmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dómi áfrýjunarnefndar KSÍ sem birtist í dag eru opinberuð skrif eftirlitsmanns KSÍ eftir bikarúrslitaleik Víkings og FH þar sem hann tekur fyrir hegðun stuðningsmanna Víkings.

„Stuðningsmenn Víkinga voru aftur á móti með mun alvarlegri hegðun. Þá er ég hér að vísa til þess hóps sem var fremst í stúkunni, við grindverkið. Þeir kveiktu allavega í þrígang á blysum. Í fyrsta skiptið eftir að þeir skoruðu sitt fyrsta mark á mín 26. Einnig eftir annað mark sitt á mín 89. Og svo í þriðja skiptið að leik loknum," skrifaði eftirlitsmaðurinn Frosti Viðar Gunnarsson.

Í skýrslunni nefnir hann að sungið hafi verið um Eið Smára Guðjohnsen, þáverandi þjálfara FH, og miðjumann liðsins, Eggert Gunnþór Jónsson.

„Nokkuð var um níðsöngva gagnvart leikmönnum og þjálfara FH sem voru særandi og með öllu óásættanlegir. Það sem ég heyrði varðandi söngvana var „Eiður er alltaf fullur“ og „Number 6 is a sex offender," skrifaði Frosti.

„Sýnileg ölvun var hjá stuðningsmönnum Víkinga og einn stuðningsmaður hljóp inn á völlinn úr gömlu stúkunni að ég held, en ég sá ekki almennilega hvar hann kom inn. Hann gat síðan valsað um völlinn án afskipta í nokkurn tíma og ekki fyrr en hann var kominn fyrir framan stuðningsmenn Víkinga er hann stoppaði sem gæslan tók að bregðast við. Einnig tók ég eftir bjórdósum í kringum gæslu sem stóð fyrir framan stuðningsmenn Víkinga, án þess að hafa séð þær fljúga þar inn, enda að fylgjast með leiknum sjálfum."

Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir í svari fyrir hönd félagsins að skýrsla eftirlitsmanns væri verulega einhliða og alls ekki í samræmi við upplifun þeirra sem félagið ræddi við eftir leikinn. Ölvun hafi verið beggja megin í stúkunni.

„Miðað við þær upplýsingar sem félagið hefur aflað sér eru þau ummæli sem eru nefnd í skýrslunni og stuðningsfólk Víkings á að hafa viðhaft einfaldlega röng og ekki rétt farið með þau. Þau ummæli sem fram fóru voru mun saklausari en þau sem þar koma fram og einfaldlega í anda þess að vera „létt skot“ eins og eftirlitsmaðurinn segir stuðningsfólk FH hafa viðhaft," skrifaði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner