Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. október 2022 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Þýski bikarinn: Bremen úr leik - Choupo-Moting með tvennu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Werder Bremen er dottið úr leik í þýska bikarnum eftir leiki kvöldsins en stórveldin FC Bayern og Borussia Dortmund eru komin áfram ásamt Union Berlin, Freiburg og Stuttgart.


Bremen tapaði óvænt fyrir Paderborn eftir að viðureignin fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Eric Maxim Choupo-Moting var í byrjunarliði FC Bayern á útivelli gegn Augsburg og átti kamerúnski framherjinn stórleik. Hann skoraði tvennu og gaf eina stoðsendingu í 2-5 sigri þar sem Jamal Musiala, Joshua Kimmich og Alphonso Davies komust einnig á blað.

Jude Bellingham kom inn af bekknum og skoraði úr vítaspyrnu í 0-2 sigri Dortmund á meðan Freiburg var næstum dottið úr leik á eigin heimavelli gegn St. Pauli. Matthias Ginter jafnaði á 93. mínútu og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Michael Gregoritsch á 119. mínútu.

Union Berlin lagði Heidenheim að velli á meðan Stuttgart rúllaði yfir Arminia Bielefeld með sex mörkum gegn engu.

Sandhausen og Fortuna Düsseldorf eru einnig komin áfram eftir sigra gegn Karlsruher og Regensburg.

Freiburg 2 - 1 St. Pauli
0-1 Lukas Daschner ('42 )
1-1 Matthias Ginter ('90 )
2-1 Michael Gregoritsch ('119 )

Hannover 0 - 2 Borussia Dortmund
0-1 Bright Arrey-Mbi ('11 , sjálfsmark)
0-2 Jude Bellingham ('71 , víti)
Rautt spjald: Karim Adeyemi, Borussia D. ('85)

Paderborn 2 - 2 Werder Bremen
1-0 Felix Platte ('22 )
2-0 Sirlord Conteh ('43 )
2-1 Leonardo Bittencourt ('65 )
2-2 Mitchell Weiser ('84 )
5-4 í vítaspyrnukeppni

Sandhausen 2 - 2 Karlsruher
1-0 Stephan Ambrosius ('8 , sjálfsmark)
2-0 Aleksandr Zhirov ('44 )
2-1 Marvin Wanitzek ('58 , víti)
2-2 Tim Breithaupt ('72 )
8-7 í vítaspyrnukeppni

Augsburg 2 - 5 Bayern
1-0 Mads Pedersen ('9 )
1-1 Eric Choupo-Moting ('27 )
1-2 Joshua Kimmich ('53 )
1-3 Eric Choupo-Moting ('59 )
2-3 Dayot Upamecano ('65 , sjálfsmark)
2-4 Jamal Musiala ('74 )
2-5 Alphonso Davies ('91)

Regensburg 0 - 3 Fortuna Dusseldorf
0-1 Kristoffer Peterson ('5 )
0-2 Dawid Kownacki ('16 )
0-3 Emmanuel Iyoha ('45 )

Stuttgart 6 - 0 Arminia Bielefeld
1-0 Pascal Stenzel ('20 )
2-0 Wataru Endo ('24 )
3-0 Luca Pfeiffer ('29 )
4-0 Silas Wamangituka ('39 )
5-0 Luca Pfeiffer ('52 )
6-0 Sehrou Guirassy ('67 )

Union Berlin 2 - 0 Heidenheim
1-0 Tymoteusz Puchacz ('7 )
2-0 Sven Michel ('52 )


Athugasemdir
banner
banner
banner