Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. október 2022 22:13
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Örn skoraði í bikarnum - Íslendingaliðin unnu
Mynd: Atromitos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Atromitos sem heimsótti Asteras Tripolis í gríska bikarnum í dag.


Samúel Kári fékk að spila fyrstu klukkustundina áður en honum var skipt af velli. Viðar Örn Kjartansson byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og átti eftir að reynast mikilvægur.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því blásið til framlengingar. Þar var staðan 1-1 eftir fyrri hálfleik og skoraði Viðar Örn svo á 112. mínútu til að endurheimta forystu Atromitos sem stóð uppi sem sigurvegari og er komið í 16-liða úrslit.

Asteras Tripolis 1 - 3 Atromitos
0-1 V. Klonaridis ('94)
1-1 P. Castano ('105)
1-2 Viðar Örn Kjartansson ('112)
1-3 J. Muniz ('120, víti)

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Go Ahead Eagles sem vann góðan heimasigur gegn Helmond í hollenska bikarnum.

Willum Þór spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins og var skipt útaf í stöðunni 3-1. G.A. Eagles er komið í 32-liða úrslit eftir sigurinn.

Andri Fannar Baldursson var ekki í hóp hjá NEC Nijmegen sem lagði Fortuna Sittard í hollenska bikarnum.

Viðar Ari Jónsson lék þá allan leikinn er Honved lagði Haladas að velli í ungverska bikarnum. Honved er komið í 16-liða úrslit.

Að lokum lék Daníel Leó Grétarsson allan leikinn er Slask Wroclaw sló Lech Poznan úr leik í pólska bikarnum til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.

G.A. Eagles 3 - 1 Helmond

NEC Nijmegen 3 - 2 Fortuna Sittard

Haladas 1 - 2 Honved

Lech Poznan 1 - 3 Slask Wroclaw


Athugasemdir
banner
banner
banner