Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
banner
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 3. maí
Úrvalsdeildin
Luton - Everton - 19:00
Bundesligan
Hoffenheim - RB Leipzig - 18:30
Bundesliga - Women
Wolfsburg - Koln W - 16:30
Serie A
Torino - Bologna - 18:45
La Liga
Getafe - Athletic - 19:00
lau 20.apr 2024 11:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Var í Bayern og Kansas, festi rætur á Íslandi og skrifar nú áhugaverða ritgerð með fótboltanum

Hanna Kallmaier er þrítugur miðjumaður sem kom fyrst til Íslands árið 2020 eftir farsælan feril í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún spilaði fyrst með ÍBV í þrjú ár og var hjá Val í fyrra, en er núna komin til FH og ætlar sér að hjálpa ungu liði að ná markmiðum sínum. Utan vallar hefur Hanna komið sér vel fyrir á Íslandi og vonast til að vera hér í mörg ár til viðbótar. Hún er núna að klára sína aðra meistaragráðu og er að skrifa mjög svo áhugaverða ritgerð sem teygir anga sína inn í fótboltann.

Hanna á sínum yngri árum.
Hanna á sínum yngri árum.
Mynd/Úr einkasafni
Var í akademíu Bayern München.
Var í akademíu Bayern München.
Mynd/Getty Images
'Það var mjög svalt því ég hafði átt Bayern treyjur frá því áður en ég gat labbað. Þetta var stórt fyrir mig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að vera hjá stærsta félagi Þýskalands'
'Það var mjög svalt því ég hafði átt Bayern treyjur frá því áður en ég gat labbað. Þetta var stórt fyrir mig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að vera hjá stærsta félagi Þýskalands'
Mynd/Getty Images
Í leik með háskólanum í Kansas.
Í leik með háskólanum í Kansas.
Mynd/Úr einkasafni
'Þú þurftir að sinna skólanum með og stundum ertu bara eins og vélmenni, en ég nýt mín í þannig umhverfi. Þetta var í raun ógleymanlegur tími'
'Þú þurftir að sinna skólanum með og stundum ertu bara eins og vélmenni, en ég nýt mín í þannig umhverfi. Þetta var í raun ógleymanlegur tími'
Mynd/Úr einkasafni
Hanna í leik með ÍBV sumarið 2020.
Hanna í leik með ÍBV sumarið 2020.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég spilaði í þrjú ár í Vestmannaeyjum. Það var magnað. Ég elskaði eyjuna, fólkið þar, náttúruna og fótboltann'
'Ég spilaði í þrjú ár í Vestmannaeyjum. Það var magnað. Ég elskaði eyjuna, fólkið þar, náttúruna og fótboltann'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með ÍBV gegn FH.
Í leik með ÍBV gegn FH.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fór svo í Val eftir tímann í Vestmannaeyjum.
Fór svo í Val eftir tímann í Vestmannaeyjum.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Ég naut þess að vera á Hlíðarenda og jafnvel eftir meiðslin. Það byrjaði mjög vel og ég spilaði alla leikina frá byrjun. Ég var mjög ánægð og þjálfararnir voru mjög ánægðir með mig. Allt gekk eins og í sögu þangað til ég meiddist á hné'
'Ég naut þess að vera á Hlíðarenda og jafnvel eftir meiðslin. Það byrjaði mjög vel og ég spilaði alla leikina frá byrjun. Ég var mjög ánægð og þjálfararnir voru mjög ánægðir með mig. Allt gekk eins og í sögu þangað til ég meiddist á hné'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er mjög þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk frá liðsfélögum mínum í gegnum þetta og er strax farin að sjá jákvæðar hliðar á þessu ferli'
'Ég er mjög þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk frá liðsfélögum mínum í gegnum þetta og er strax farin að sjá jákvæðar hliðar á þessu ferli'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gerði tveggja ára samning við FH í vetur.
Gerði tveggja ára samning við FH í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
'Við erum með ungt og hæfileikaríkt lið í FH. Ég er spennt að stíga inn á völlinn með þeim og hjálpa þeim eins mikið og ég get'
'Við erum með ungt og hæfileikaríkt lið í FH. Ég er spennt að stíga inn á völlinn með þeim og hjálpa þeim eins mikið og ég get'
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Utan vallar er Hanna að gera mjög áhugaverða hluti.
Utan vallar er Hanna að gera mjög áhugaverða hluti.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik með ÍBV.
Úr leik með ÍBV.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
'Ég á enn einhver ár eftir í fótbolta og sé fyrir mér að vera áfram á Íslandi'
'Ég á enn einhver ár eftir í fótbolta og sé fyrir mér að vera áfram á Íslandi'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður spennandi að sjá hvað FH-liðið gerir í sumar.
Það verður spennandi að sjá hvað FH-liðið gerir í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 4. sæti
Hin hliðin - Aldís Guðlaugsdóttir (FH)

„Ég man fyrst eftir mér í bláum smekkbuxum með hendurnar í vösunum á fótboltavellinum á bæjarhátíð í heimabæ mínum í Þýskalandi. Ég átti mikið af strákavinum og við eyddum miklum tíma saman úti á fótboltavelli síðan ég var um sex ára gömul," segir Hanna Kallmaier um sínar fyrstu fótboltaminningar í samtali við Fótbolta.net.

Bayern og unglingalandslið Þýskalands
Hanna ólst upp í smábæ í Bæjarlandi sem er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá München.

„Án mömmu hefði ég aldrei getað fengið þessa upplifun"

„Ég ólst upp í mjög litlum bæ í Suður-Bæjarlandi sem er nokkuð nálægt München en þó mun nær Salzburg. Það bjuggu um 3500 manns í bænum á þeim tíma. Það var mikið öryggi þarna og mikil náttúra í kring. Ég man bara eftir að hafa verið úti að leika með vinum mínum allan daginn. Ég átti mjög góða æsku og var mjög heppin. Við spiluðum fótbolta og götuhokkí á leikvellinum og stundum í skóginum líka. Ég get alls ekki kvartað, það var frábær tími," segir Hanna en þegar hún var 15 ára þá varð hún leikmaður Bayern München, sem er stærsta félagið í Þýskalandi.

„Ég spilaði mest fótbolta með strákum alveg þangað til ég var um 14 ára en fór svo í akademíuna hjá Bayern München þegar ég var 15 ára. Fram að því hafði ég aldrei séð konur í íþróttum. Það var mjög gaman því ég hafði átt Bayern treyjur frá því áður en ég gat labbað. Þetta var stórt fyrir mig og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera hjá stærsta félagi Þýskalands. Ég á foreldrum mínum mikið að þakka fyrir það, og sérstaklega mömmu minni. Hún keyrði mig alltaf á æfingar sem tók okkur tvo klukkutíma aðra leiðina. Án mömmu hefði ég aldrei getað fengið þessa upplifun."

Þegar hún var í Bayern, þá fékk Hanna tækifæri til að spila með unglingalandsliðum Þýskalands.

„Að spila fyrir þýsku unglingalandsliðin var stórkostlegt og það er reynsla sem enginn getur tekið frá mér. Ég fór á Evrópumótið, það var alveg magnað og frábær umgjörð. Eftir að ég flutti frá Þýskalandi þá fékk ég ekki mörg tækifæri í viðbót. Það var ekki mikið verið að fljúga þér til baka í landsliðsverkefni á þeim tíma. En tíminn með landsliðinu var virkilega góður."

„Ég spilaði í þrjú ár ár með unglingaliðum Bayern og svo var í eitt ár að æfa með aðalliðinu og spilaði með varaliðinu. Á þeim tíma útskrifaðist ég úr framhaldsskóla og það var nóg að gera. Það var ótrúleg reynsla að fá að æfa með aðalliði Bayern sem 17 og 18 ára leikmaður. Þarna voru reynslumiklar landsliðskonur og ég lærði mikið frá þeim tíma; lokaðu munninum, opnaðu augun, hlustaðu og leggðu mikið á þig. Þetta var reynsla sem ég bý alltaf að."

Elskaði tímann í Kansas
Hanna valdi svo að fara í háskólaboltann í Bandaríkjunum en hún fór til Kansas sem er einn stærsti íþróttaháskóli þess stóra lands. Hún elskaði þann tíma og á mjög góðar minningar frá Bandaríkjunum.

„Ég elskaði þetta svo mikið að ég vil að fleiri stelpur fái þessa upplifun"

„Ég elskaði að spila í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Ég kynntist þar bestu vinum mínum og er ótrúlega þakklát fyrir þennan tíma. Að spila í háskólaboltanum var mögnuð reynsla. Það er mikill peningur í háskólaboltanum og það er ótrúlega vel haldið utan um íþróttafólk. Það er komið fram við þig eins og drottningu á skólasvæðinu og þar er allt til alls," segir Hanna.

„Ég spilaði með háskólanum í Kansas sem spilar í einni sterkustu deild Bandaríkjanna. Getustigið er svipað og hér á Íslandi í Bestu deildinni. Það var mikill agi í kringum fótboltann og námið sjálft. Stundum leið mér bara eins og vélmenni, en ég nýt mín í þannig umhverfi. Þetta var í raun ógleymanlegur tími."

Hanna aðstoðar núna leikmenn við það að komast á skólastyrk til Bandaríkjanna.

„Út frá þessari reynslu stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki. Ég og viðskiptafélagi minn erum með litla stofu sem hjálpar leikmönnum að finna skólastyrki í Bandaríkjunum. Ef einhver hefur áhuga á því, þá er hægt að hafa samband við mig. Við erum með tengsl út um allt og reynum að hafa þetta einstaklingsmiðað. Ég elskaði þetta svo mikið að ég vil að fleiri stelpur fái þessa upplifun. Þessi tími kenndi mér mjög mikið og ég eignaðist mína bestu vini. Þú lærir enn meira á lífið," segir hún.

Eitthvað sem mig hafði lengi dreymt um
Eftir háskólaboltann, þá leitaði hugurinn fljótlega til Evrópu.

„Það var góð tilfinning að vera orðin atvinnukona í fótbolta"

„Eftir að ég útskrifaðist þá hugsaði ég lengi um að vera áfram í Bandaríkjunum og náði ég mér í meistaragráðu frá öðrum háskóla. Ég þjálfaði í háskólaboltanum aðeins áður en ég fór svo til Evrópu. Ég fór fyrst til Svíþjóðar og svo til Vestmannaeyja. Fólki fannst framandi að ég væri að fara til Íslands og bjóst við því að ég væri að fara að búa í Reykjavík en ég var mjög spennt fyrir Vestmannaeyjum. Það var góð tilfinning að vera orðin atvinnukona í fótbolta og það var eitthvað sem mig hafði lengi dreymt um," segir Hanna.

„Ég spilaði í þrjú ár í Vestmannaeyjum. Það var magnað. Ég elskaði eyjuna, fólkið þar, náttúruna og fótboltann. Fyrsta árið mitt var stórkostlegt en svo kom Covid sem setti svolítið strik í reikninginn, en ég setti mikin fókus á að æfa á þeim tíma. Annað árið spilaði ég með álagsbrot í fæti í nær hálft ár og þurfti að fara í aðgerð eftir tímabilið. Félagið studdi vel við bakið á mér og buðu mér svo að framlengja út þriðja árið."

Þetta var ógeðslega erfitt
Fyrir síðasta tímabil samdi Hanna við Íslandsmeistara Val. Tímabilið byrjaði afar vel en hún meiddist svo afar illa í leik gegn Stjörnunni um miðjan maí. „Það fór allt sem gat farið í hnénu á henni. Það er vont að missa góða leikmenn," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, þegar alvarleiki meiðslanna kom í ljós.

„Við konurnar spilum fótbolta af því við elskum íþróttina, ekki út af peningum"

„Ég naut þess að vera á Hlíðarenda og jafnvel eftir meiðslin. Það byrjaði mjög vel og ég spilaði alla leikina frá byrjun. Ég var mjög ánægð og þjálfararnir voru mjög ánægðir með mig. Allt gekk eins og í sögu þangað til ég meiddist á hné. Ég sleit fremra krossband (ACL), miðlægt liðband (MCL) og mölvaði ytri liðþófann í þessari einu hreyfingu. Við tók mikill tilfinningarússíbani, mikil reiði og svekkelsi. Mamma mín var sem betur fer á staðnum þegar þetta gerðist og það var mikil huggun í því að hafa hana í gegnum þessa fyrstu daga. Fyrstu vikurnar voru erfiðar því hnéð var mjög illa farið og bólgan var rosalega mikil. Ég þurfti að fara í tvær aðgerðir og það liðu þrír mánuðir frá meiðslunum, þangað til hægt var að framkvæma stóru aðgerðina á krossbandinu. Það reyndi svakalega mikið á hausinn."

„Þetta var ógeðslega erfitt og það var erfitt að standa bara á hliðarlínunni og missa mitt hlutverk á vellinum. Þetta var tilfinningaþrunginn tími fyrir mig, mikið af tárum. Við konurnar spilum fótbolta af því við elskum íþróttina, ekki út af peningum. Ég er mjög þakklát fyrir stuðninginn sem ég fékk frá liðsfélögum mínum í gegnum þetta og er strax farin að sjá jákvæðar hliðar á þessu ferli."

Andlegi þátturinn fyrir íþróttamenn í meiðslum er eitthvað sem þarf að huga vel að.

„Ég er enn í endurhæfingu og nú eru átta mánuðir liðnir frá krossbandsaðgerðinni sjálfri svo það er enn spölur í endalínuna í þessu. Það eru alltaf einhverjar hindranir í hverjum fasa en það er búið að ganga mjög vel síðasta mánuðinn og ég er loksins farin að sjá fyrir endan á þessu. Ég er mjög heppin með stuðninginn frá fólkinu mínu; mömmu, bróður mínum, vinum og sérstaklega kærustunni minni. Þau hafa öll stutt vel við bakið á mér og komið mér á þann stað sem ég er á í dag. Endurhæfingin er gríðarlega langt og strembið ferli, ekki bara fyrir mig heldur líka fólkið mitt. Þegar uppi er staðið er þetta eiginlega meira andlega erfitt en líkamlega. Íþróttamenn vita oft hvernig á að komast í gegnum líkamlegan sársauka en andlegi þátturinn er vanmetinn. Ég vona að það verði bætt. Andlegi þátturinn er risastór þáttur sem þarf að huga betur að."

Spennt að stíga inn á völlinn með þeim
Hanna skrifaði í vetur undir tveggja ára samning við FH og er hún spennt fyrir því verkefni.

„Ég er mjög spennt fyrir þessum nýja kafla"

„Ég er búin að semja við FH og ég er mjög spennt fyrir þessum nýja kafla. Ég get ekki spilað fyrr en í lok júlí eða byrjun ágúst. En þjálfarar FH voru hrifnir af því hvernig ég hef spilað síðustu árin á Íslandi og þeir vildu fá mig í sitt lið. Ég held að ég komi líka með fleira að borðinu en bara fótbolta. Ég held að lið eins og FH geti notið góðs af því að fá inn eldri og reyndari leikmann," segir Hanna.

„Ég er mjög spennt fyrir þessum nýja kafla. Við erum með ungt lið en þær eru tilbúnar að læra og þjálfararnir eru að standa sig frábærlega í að þróa liðið. Þú hættir aldrei að læra og ég get enn lært mikið. FH hefur tekið mjög vel á móti mér og veitt mér mikin stuðning í mínum verkefnum. Ég æfi með styrktarþjálfaranum flesta daga, einu sinni til tvisvar á dag, einu sinni í viku með sjúkraþjálfaranum og svo fer ég í hóptíma hjá Metabolic Reykjavík á morgnanna til að keyra hjartsláttinn upp og þar er rosalega gott að upplifa að maður sé partur af hópi – þar sem ég get enn ekki æft með liðinu. Ég er því með gott teymi í kringum mig sem heldur mér á tánum."

FH kom mikið á óvart í Bestu deildinni í fyrra og er spáð góðu gengi í sumar.

„Við erum með ungt og hæfileikaríkt lið í FH. Ég er spennt að stíga inn á völlinn með þeim og hjálpa þeim eins mikið og ég get. Við erum tilbúin að taka hlutina upp á næsta stig."

Lífið á Íslandi er stórkostlegt
Hanna er búin að setjast að hér á Íslandi og er líður henni rosalega vel.

„Ísland á orðið stóran stað í hjarta mínu"

„Lífið á Íslandi hefur verið yndislegt og ég elska að vera hérna. Ég er búin að koma mér mjög vel fyrir og mun vonandi búa hér í langan tíma. Ég á mína bestu vini hér á Íslandi og kærustu og er þakklát fyrir líf mitt hér. Ég elska líka íslensku náttúruna og get ekki beðið eftir því að komast aftur á fjöll í sumar. Ég elska það," segir Hanna.

Utan fótboltans hefur hún mikinn áhuga á heilsuvísindum og alls konar útivist.

„Ég elska að lesa bækur og les mikið af fræðsluefni tengdu heilsu og næringu. Ég elska útivist, hvort sem það er að fara í göngu, hlaupa, hjóla eða fara í sjósund. Utan fótboltans er ég með minn eigin rekstur og aðstoða unga leikmenn að komast í háskólabolta í Bandaríkjunum. Við höfum aðallega séð um þýska leikmenn en við getum einnig hjálpað íslenskum leikmönnum að komast út á styrki. Ég vonast til að byggja það enn frekar upp," segir Hanna.

Er að klára sitt annað meistaranám
Þá er hún að klára sitt annað meistaranám en hún er að skrifa mjög áhugaverða ritgerð þessa dagana.

„Það er stór áhættuþáttur fyrir meiðslum"

„Ég er að klára meistaranám í íþróttavísindum- og næringarfræði. Þetta er önnur meistaragráðan mín en hef áður tekið meistaragráðu í viðskiptafræði. Þegar ég er búin með meistaranámið þá vil ég aðstoða viðskiptavini með næringu og styrktarþjálfun. Ég vil vinna meira með næringarfræðina en ég hef mikinn áhuga á henni, og sérstaklega er kemur að íþróttakonum. Ég held að mikill meirihluti ungra stúlkna í íþróttum séu ekki að borða nóg í kringum æfingar og leiki og það er stór áhættuþáttur fyrir meiðslum. Átraskanir innan íþróttaheimsins er líka eitthvað sem þarf að skoða nánar," segir Hanna.

„Ég er að skrifa meistararitgerð núna sem snýst um það hvernig tíðahringurinn hefur áhrif á frammistöðu í íþróttum. Ég er að leggja sérstaka áherslu á fótboltakonur. Þetta er alls ekki nýtt fyrirbæri en það er kominn tími á að tala meira um það. Líffræði kvenna er talsvert öðruvísi en hjá körlum, en það því miður vantar fleiri konur í íþróttavísindi og að rannsóknir séu gerðar á konum en ekki dregnar ályktanir út frá rannsóknum á körlum. Flest æfingaprógrömm eru byggð upp í kringum líffræði karla. Það getur leitt af sér ofþjálfun, streitu, meiðsli og fleira fyrir konur," segir Hanna.

„Í ritgerð minni er ég að vinna í kringum spurningalista sem snýst um það hvernig tíðahringurinn hafa áhrif á frammistöðu kvenna í íþróttum. Ég er að reyna að gefa íþróttafólki og þjálfurum innsýn til að byggja æfingaálag upp með tilliti til tíðahringsins. Það er mikilvægt að leikmenn og þjálfarar hafi þekkingu á þessum málum því það getur hjálpað rosalega mikið og verið stór þáttur í lækkun á tíðni meiðsla. Ég gæti talað um þetta í heila eilífð."

Ég er spennt fyrir framtíðinni
En hvernig sér Hanna næstu ár?

„Ég vil hjálpa FH næstu tvö árin og sjá hvert það tekur okkur"

„Það er erfitt að segja því ég er planari og ofhugsari en á sama tíma frekar hvatvís. Ég plana dag fyrir dag og viku fyrir viku, en hugsa ekki mörg ár fram í tímann. Ég á enn einhver ár eftir í fótbolta og sé fyrir mér að vera áfram á Íslandi," segir Hanna og heldur áfram:

„Ég vil halda áfram að bæta mig. Þú getur aldrei hætt að bæta þig, hvað sem það er í lífinu. Eftir þessi meiðsli er ég mjög mótíveruð og í góðu standi andlega sem og líkamlega. Ég á mikið inni. Ég vil hjálpa FH næstu tvö árin og sjá hvert það tekur okkur. Félagið er með stór plön og ég held að ég geti hjálpað við að ná þeim. Það er markmiðið næstu tvö árin."

„Langtímadraumurinn væri svo að opna eigin líkamsræktarstöð og vinna einstaklingsmiðað með viðskiptavinum á öllu aldri, með ólíkan bakgrunn. Ég á núna fjölskyldu hér á Íslandi og ég vil byggja hana enn frekar upp en draumurinn er svo að eiga annað heimili heima í Þýskalandi og eyða einhverjum hluta ársins þar. Við sjáum hvað gerist en ég er spennt fyrir framtíðinni," sagði þessi öflugi miðjumaður að lokum en það verður gaman þegar hún snýr aftur á fótboltavöllinn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner