Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn skapað eins mörg færi í einum leik og Fernandes
Portúgalinn Bruno Fernandes var með betri mönnum vallarins þegar Manchester United vann 2-0 sigur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Fernandes skoraði annað mark United í leiknum með góðu skoti. Það var markið sem innsiglaði sigurinn.

En það var ekki bara markið sem hann skoraði, hann var líka gríðarlega skapandi í leiknum.

Fernandes skapaði alls níu færi samkvæmt tölfræðimiðlinum Squawka en enginn leikmaður hefur skapað eins mörg færi í einum leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Fernandes hefur ekki alveg náð að sýna sínar bestu hliðar á síðustu mánuðum en í þessum leik sýndi hann mikil gæði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner