Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. október 2022 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar bað um að fá að fara frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson er frjáls allra mála hjá Val, þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net. Greint var frá því á Vísi í gær að fjórir leikmenn væru á förum frá Val og var Heiðar á meðal þeirra. Hann er hins vegar þegar búinn að yfirgefa félagið.

Heiðar er 27 ára og kom frá Stjörnunni síðasta vetur og skrifaði undir samning út tímabilið 2024.

Hann kom við sögu í þrettán deildarleikjum á tímabilinu með Val og byrjaði fjóra þeirra. Hann var ekki í leikmannahópnum í síðasta leik gegn Stjörnunni sem fram fór á sunnudag.

Heiðar segir að hann hafi beðið Val fyrir síðustu helgi að fá að fara frá félaginu eftir tímabilið. Valur varð við þeirri beiðni en vildi að starfslok tækju strax gildi á mánudag. Heiðar segir að hann hefði helst viljað fá að klára tímabilið en ákvað að samþykkja starfslokin.
Athugasemdir
banner
banner