Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 13:51
Elvar Geir Magnússon
Kristján Oddur snýr aftur í Val (Staðfest)
Kristján Oddur og samherji hans, Gylfi Þór Sigurðsson.
Kristján Oddur og samherji hans, Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Valur
Kristján Oddur Kristjánsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Val frá Gróttu. Þessi 17 ára leikmaður lék sex leiki með Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra og einn bikarleik.

„Það er alltaf sterkt að fá uppalda stráka til félagsins og Kristján Oddur er frábær leikmaður. Hann er mjög flinkur á boltann og stóð sig mjög vel með Gróttu þegar hann fékk tækifærið í Lengjudeildinni síðasta sumar. Kristján er ungur, með frábært hugarfar og við hlökkum til að vinna með honum að því að gera hann að enn betri leikmanni,“ segir Arnór Smárason yfirmaður fótboltamála hjá Val.

Kristján lék með Val upp yngri flokkana og skrifaði undir samning til þriggja ára.

„Það er gott að vera kominn aftur í Val og ég finn fyrir metnaði og breyttum áherslum hjá félaginu. Spennandi tímar framundan og frábært að fá tækifæri til að læra af þeim bestu,” segir Kristján Oddur.

Valsmenn hafa í vetur bætt við sig Birki Heimissyni sem kom aftur til félagsins frá Þór Akureyri, Tómasi Bent Magnússyni sem kom frá ÍBV, norðmanninum Markus Nakkim og svo nú Kristjáni Oddi frá Gróttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner