Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 21. apríl 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Damir: Þorði ekki að hringja í lögregluna eða segja frá
Damir Muminovic er gestur vikunnar í Miðjunni.
Damir Muminovic er gestur vikunnar í Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég varð fyrst vitni að heimilisofbeldi þegar ég var 15-16 ára. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér," segir Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks í podcastþættinum Miðjan sem er birtur hér á Fótbolta.net í dag.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi.
Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Einnig er hægt að hafa samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallið 1717.is. 1717 er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að ræða við sérþjálfaða ráðgjafa í nafnleynd og fullum trúnaði.
Sjá meira á vef lögreglunnar


Damir segir í þættinum frá æskuárum sínum en hann er Serbi og flutti hingað til lands tíu ára gamall með móður sinni. Þegar kærasti hennar flutti inn til þeirra byrjaði ofbeldið.

„Þetta gekk á í nokkur ár. Ég varð fyrst var við þetta 15-16 ára og þetta var gróft. Kærastinn hennar hefur líka tekið í mig þegar ég var yngri en ég hélt þessu inní mér og þorði ekki að hringja í lögregluna eða segja einhverjum frá þessu."

„Ég vissi ekki hvað maður ætti að gera og hvort ég ætti að segja frá þessu. Ég var hræddur um að ef ég myndi segja frá þessu þá myndi þetta verða verra. Ég var orðinn tvítugur þegar ég sagði fyrst frá þessu þegar ég sagði bróður mömmu frá þessu."


Damir ræðir frekar um málið í viðtalinu sem má sjá í spilaranum hér að neðan og segir meðal annars frá því þegar hann slóst við brotamanninn þegar hann var orðinn tvítugur.
Miðjan - Damir upplifði mikið heimilisofbeldi
Athugasemdir
banner
banner
banner