Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 21. ágúst 2021 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilhjálmur viðurkennir að hann hefði átt að dæma víti
Vilhjálmur Alvar með gula spjaldið á lofti í kvöld.
Vilhjálmur Alvar með gula spjaldið á lofti í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann KA með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Gísli Eyjólfsson og Viktor Karl Einarsson skoruðu mörkin.

Með sigrinum fer Breiðablik uppí 2. sæti deildarinnar aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. KA er í 4. sæti 6 stigum frá toppnum. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn, þá á Greifavellinum á Akureyri.

Það kom upp vafaatriði undir lok fyrri hálfleiks þar sem KA vildi fá víti eftir að Ásgeir Sigurgeirsson var feldur í teignum. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins dæmdi ekkert.

Hann var fenginn í viðtal hjá Stöð 2 Sport eftir leikinn. Hann var spurður eftir að hafa séð þetta atvik nokkrum sinnum hvernig upplifiru það?

„Upplifunin mín af atvikinu í leiknum er sú að ég sé þá koma saman og ég sé Breiðabliks manninn taka boltann, hafandi séð þetta þarna þá virðist KA maðurinn fara í boltann aðeins á undan. Blikamaðurinn fer augljóslega í KA manninn en mér fannst í leiknum eins og hann færi í boltann."

Hann segir að aðstoðardómarinn hafi verið sammála um að þetta hafi ekki verið víti.

„Við tölum saman í þessu. Við vorum sammála um að Blikinn hafi leikið boltanum, sem hann gerir. Upplifunin okkar beggja var að hann hafi verið á undan í boltann og þess vegna tókum við þá ákvörðun sem var tekin á vellinum í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner