Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 21. október 2022 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Allnokkrir sem gáfu ekki kost á sér og ástæðurnar mismunandi"
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli er að verða pabbi.
Gísli er að verða pabbi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Danijel Djuric er yngstur í hópnum, nítján ára og á eftir að spila U21 landsleik.
Danijel Djuric er yngstur í hópnum, nítján ára og á eftir að spila U21 landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalandsliðið spilar vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu þann 6. nóvember og fer sá leikur fram í Dúbaí. Í dag var tilkynntur 23 manna hópur fyrir verkefnið og eru fimm leikmenn á lista sem varamenn til taks. Möguleiki er á því að annar leikur verði leikinn í kjölfarið en það hefur ekki verið staðfest. Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og einhverjir leikmenn gætu verið að spila með félagsliðum sínum þegar leikurinn fer fram.

Má þar nefna leikmenn Sogndal sem eru þrír í hópnum, þeir Róbert Orri Þorkelsson og Óttar Magnús Karlsson gætu farið langt í úrslitakeppnunum vestanhafs og þá gæti staðan á leikmönnum eins og Bjarka Steini Bjarkasyni og Hákoni Rafni Valdimarssyni breyst á næstu vikum og þeir ekki komist í verkefnið.

Sjá einnig:
Ekki að spila neitt hjá Venezia og fær því að fara í landsliðsverkefni
Elfsborg sjái hag í því að Hákon spili landsleiki

Fótbolti.net hefur greint frá því að 5-6 leikmenn hafi ekki gefið kost á sér í verkefnið. Það eru þeir Anton Ari Einarsson og Gísli Eyjólfsson hjá Breiðabliki, Erlingur Agnarsson, Ingvar Jónsson og Júlíus Magnússon hjá Víkingi og þá er Sveinn Margeir Hauksson hjá KA að glíma við meiðsli.

„Mér og Jóa (Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari) þótti skynsamlegast að hafa samband við þjálfara liðanna og leggja fyrir þá nöfnin sem við vorum að hugsa. Við báðum þjálfarana í Bestu deildinni um að tala við leikmennina og spyrja hvort þeir væru lausir og fengjum hreinskilin svör. Gísli Eyjólfs er að verða pabbi og kemst því ekki, sumir eru búnir að panta sér frí. Það voru einhverjir úr Blikunum, einhverjir úr Víkingi og svo er einn meiddur í KA sem gáfu ekki kost á sér. Ég veit ekki alveg hvað það voru margir leikmenn en það voru allnokkrir og ástæðurnar mismunandi," sagði Arnar.

Er að hluta til verið að horfa í unga leikmenn sem geta orðið framtíðarlandsliðsmenn?

„Já. Í fyrsta lagi erum við samt að velja hóp sem getur farið í þessa landsleiki og staðið sig vel. Við höfum rætt þetta við bæði Davíð Snorra (Jónasson þjálfara U21 landsliðsins) og fundað alveg niður í yngri landsliðin til að taka ákvarðanir fyrir hvern og einn leikmann. Við þurfum líka að passa okkur að hoppa ekki yfir ákveðin skref. Það er ekki hollt fyrir leikmenn sem eru kannski ekki búin að taka ákveðin skref með U21 landsliðinu að hoppa beint inn í A-landsliðið. Við þurfum að vanda okkur og passa okkur. Það eru ungir leikmenn í þessum hóp sem hafa ekki tekið öll æskilegu skrefin áður en komið er í A-landsliðið. Við erum bæði að velja gott fótboltalið, með réttri blöndu af leikmönnum, og líka að kíkja á þá leikmenn sem gætu orðið A-landsliðsmenn í framtíðinni," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner