Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fös 21. október 2022 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Smára á leið heim á Skaga
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason er að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA og mun hann taka slaginn með félaginu á næstu leiktíð.

Þetta herma heimildir Fótbolta.net en bróðir Arnórs, Sverrir Mar, gefur einnig í skyn á samfélagsmiðlum að leikmaðurinn öflugi sé á leið upp á Skaga.

Arnór er að renna út á samningi hjá Val og verður ekki framlengt við hann.

Arnór, sem er 34 ára, hefur leikið með Val frá því hann kom heim úr atvinnumennsku í lok árs 2020. Hann hafði spilað í atvinnumennsku í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Noregi áður en hann kom heim.

Hann er uppalinn hjá ÍA en hefur aldrei spilað keppnisleik með meistaraflokki félagsins. Það kemur til með að breytast á næstu leiktíð. ÍA er svo gott sem fallið og því góðar líkur á því að Arnór leiki í næst efstu deild á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner