Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fös 21. október 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Frank um Gerrard: Við erum allir tveimur leikjum frá því að fá sparkið
Steven Gerrard var rekinn frá Aston Villa í gær eftir tæpt ár í starfi en Thomas Frank, stjóri Brentford, var spurður í þetta á blaðamannafundi í dag.

Gerrard tók við Villa í nóvember á síðasta ári er hann tók við starfinu af Dean Smith.

Hann var svo látinn fara eftir 3-0 tapið gegn Fulham í gær en hann er fjórði stjórinn sem er rekinn á þessu tímabili.

„Við erum allir tveimur leikjum frá því að fá sparkið. Guardiola og Klopp eru kannski þeir einu sem fá þrjá eða fjóra leiki," sagði Frank á blaðamannafundinum.

Frank er afar eftirsóttur stjóri og er meðal annars talið að Aston Vill hafi áhuga á því að fá hann.

Danski stjórinn er hins vegar í viðræðum við Brentford um að framlengja samning sinn. Núverandi samningur gildir til 2025.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner