Rétt áðan var landsliðshópur fyrir verkefni í nóvember tilkynntur en hægt er að sjá hann með því að smella hérna.
Það koma alls 14 leikmenn úr Bestu deildinni í þennan hóp; flestir frá Íslandsmeisturum Breiðabliks og þar næst frá Víkingum.
Það vekur athygli að með í teyminu í þessu verkefni eru leikgreinandinn Markús Árni Vernharðsson og þolþjálfarinn Guðjón Örn Ingólfsson frá Víkingum.
„Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum," segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Landsliðið mætir Sádí-Arabíu í Dúbaí 6. nóvember. Unnið er að staðfestingu annars leiks, sem yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi.
Sjá einnig:
Landsliðshópurinn gegn Sádí-Arabíu - Fjórtán úr Bestu deildinni
Athugasemdir