Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham og PSG, og Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea, PSG og Dortmund, hafa ekki áhuga á því að taka við liði Aston Villa.
Þetta kemur fram hjá The Athletic en talað hefur verið um að Aston Villa hafi gert metnaðarfulla tilraun til að athuga áhuga þeirra. Hvorugur þeirra hefur þó áhuga á að fara í fallbaráttu og vilja fara til stærra félags.
Einnig segir í greininni að forráðamenn Brentford séu öruggir á því að Thomas Frank sé ekki tilbúinn að yfirgefa félagið til að taka við Villa. Frank er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið.
Þetta kemur fram hjá The Athletic en talað hefur verið um að Aston Villa hafi gert metnaðarfulla tilraun til að athuga áhuga þeirra. Hvorugur þeirra hefur þó áhuga á að fara í fallbaráttu og vilja fara til stærra félags.
Einnig segir í greininni að forráðamenn Brentford séu öruggir á því að Thomas Frank sé ekki tilbúinn að yfirgefa félagið til að taka við Villa. Frank er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið.
Villa er í stjóraleit eftir að Steven Gerrard var rekinn í kjölfarið á 3-0 tapi gegn Fulham á þriðjudaginn. Ýmis nöfn hafa verið nefnd í enskum fjölmiðlum sem gætu verið á blaði hjá Aston Villa.
The Athletic segir að meðal þeirra sem félagið hafi þegar rætt við sé Rúben Amorim, 37 ára stjóri Sporting Lissabon. Hann er talinn einn hæfileikaríkasti ungi stjóri í Evrópu.
Á leikmannaferli sínum lék hann lengi með Benfica og spilaði 14 landsleiki fyrir Portúgal. Hann stýrði Sporting til síns fyrsta deildarmeistaratitils í nítján ár 2021 og var valinn stjóri ársins í Portúgal.
🚨 Ruben Amorim among candidates Aston Villa talking to
— David Ornstein (@David_Ornstein) October 21, 2022
🚨 Mauricio Pochettino not joining
🚨 #AVFC gauged interest but Argentine want to return at higher level
🚨 Same for Thomas Tuchel
🚨 #BrentfordFC confident Frank stays
W/ @greggevans40 @TheAthleticUKhttps://t.co/mZ1H1w1j3N
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 28 | 15 | 10 | 3 | 52 | 24 | +28 | 55 |
3 | Nott. Forest | 28 | 15 | 6 | 7 | 45 | 33 | +12 | 51 |
4 | Chelsea | 28 | 14 | 7 | 7 | 53 | 36 | +17 | 49 |
5 | Man City | 28 | 14 | 5 | 9 | 53 | 38 | +15 | 47 |
6 | Newcastle | 28 | 14 | 5 | 9 | 47 | 38 | +9 | 47 |
7 | Brighton | 28 | 12 | 10 | 6 | 46 | 40 | +6 | 46 |
8 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
9 | Bournemouth | 28 | 12 | 8 | 8 | 47 | 34 | +13 | 44 |
10 | Fulham | 28 | 11 | 9 | 8 | 41 | 38 | +3 | 42 |
11 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
12 | Brentford | 28 | 11 | 5 | 12 | 48 | 44 | +4 | 38 |
13 | Tottenham | 28 | 10 | 4 | 14 | 55 | 41 | +14 | 34 |
14 | Man Utd | 28 | 9 | 7 | 12 | 34 | 40 | -6 | 34 |
15 | Everton | 28 | 7 | 12 | 9 | 31 | 35 | -4 | 33 |
16 | West Ham | 28 | 9 | 6 | 13 | 32 | 48 | -16 | 33 |
17 | Wolves | 28 | 6 | 5 | 17 | 38 | 57 | -19 | 23 |
18 | Ipswich Town | 28 | 3 | 8 | 17 | 26 | 58 | -32 | 17 |
19 | Leicester | 28 | 4 | 5 | 19 | 25 | 62 | -37 | 17 |
20 | Southampton | 28 | 2 | 3 | 23 | 20 | 68 | -48 | 9 |
Athugasemdir