Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fös 21. október 2022 10:59
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag um Ronaldo: Hefur afleiðingar þegar þú brýtur af þér aftur
Cristiano Ronaldo hefur verið settur í skammarkrókinn en Erik ten Hag, stjóri Manchester United, staðfesti það við fjölmiðla í morgun að portúgalska stórstjarnan hefði hafnað því að koma inn af bekknum í 2-0 sigrinum gegn Tottenham á miðvikudaginn.

Ronaldo strunsaði af Old Trafford fyrir lokaflaut og verður ekki í leikmannahópnum gegn Chelsea á morgun.

„Samtalið sem ég ætti við Ronaldo er bara milli okkar tveggja. Yfirlýsingin frá félaginu er einföld og skýr. Hann er áfram mikilvægur leikmaður í hópnum," segir Ten Hag.

Ten Hag steig fast til jarðar og var fljótur að refsa Ronaldo. Portúgalinn æfir ekki með félaginu í nokkra daga og þurfti að greiða sekt.

„Ég er stjórinn, ég ber ábyrgð á menningunni hérna og þarf að setja viðmiðið. Ég þarf að stýra stöðlum og gildum. Í teyminu erum við með reglur sem þarf að fara eftir og ég þarf að stýra því að svo sé gert. Fótbolti er liðsíþrótt og þú þarft að hegða þér sem hluti af liði."

Cristiano Ronaldo var mikið fjarverandi á undirbúningstímabilinu vegna persónlegra ástæðna og eftir að hann var tekinn af velli í æfingaleik gegn Rayo Vallecano fór hann beint heim.

„Eftir leikinn gegn Vallecano sagði ég honum að þetta væri óásættanlegt. Ég sagði öllum í liðinu það. Nú er hann að brjóta reglurnar í annað sinn og það hefur afleiðingar. Við munum sakna hans á morgun. Þetta setur skarð í hópinn en það er mikilvægt að halda viðhorfi og hugarfari hópsins rétt. Núna verðum við að einbeita okkur að þessum leik gegn Chelsea," segir Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner