Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 21. desember 2015 11:16
Magnús Már Einarsson
Shaneka Gordon fær íslenskan ríkisborgararétt
Shaneka Gordon.
Shaneka Gordon.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Shaneka Gordon, framherji ÍBV, hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt.

Hin 29 ára gamla Shaneka er frá Jamaíka en hún hefur spilað á Íslandi frá því árið 2010.

Shaneka hefur leikið mótsleiki með landsliði Jamaíka og því verður hún ekki gjaldgeng í íslenska landsliðið þó hún sé komin með ríkisborgararétt.

Shaneka hefur verið í lykilhlutverki hjá ÍBV frá því árið 2012 og raðað inn mörkum með liðinu.

Þar á undan splaði hún í tvö tímabil með Grindavík en samtals hefur Shaneka skorað 73 mörk í 99 deildar og bikarleikjum á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner