Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Símun Edmundsson hefur verið orðaður við Breiðablik og KA að undanförnu en samkvæmt útvarpsþættinum Fótbolti.net eru bæði lið búin að vera í viðræðum við hann.
Sagt er að Breiðablik hafi áhuga á að semja við hann út tímabilið en Jóan Símun, sem ku vera með háar launakröfur miðað við íslenska boltann, vilji tryggja framtíð sína með lengri samningi og semja út næsta ár.
Þá er sagt að KA sé enn að reyna að fá hann í sínar raðir.
Sagt er að Breiðablik hafi áhuga á að semja við hann út tímabilið en Jóan Símun, sem ku vera með háar launakröfur miðað við íslenska boltann, vilji tryggja framtíð sína með lengri samningi og semja út næsta ár.
Þá er sagt að KA sé enn að reyna að fá hann í sínar raðir.
„Það hefur verið smá bras á KA sóknarlega og hann er sóknarleikmaður. Hann er víst með tilboð á borðinu frá KA," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum.
„Menn hafa náð að kveikja á einhverjum seðlaköllum eftir Evrópusigurinn, vel gert," segir Tómas Þór Þórðarson.
Jóan Símun verður 32 ára seinna í þessum mánuði, hann er sóknarmaður sem getur einnig leyst stöðu fremsta miðjumanns.
Hann á að baki 79 landsleiki og í þeim hefur hann skorað átta mörk. Hann var síðast á mála hjá Beveren í Belgíu en samningur hans rann út í sumar og er hann því án félags sem stendur. Áður en hann fór til Beveren var hann hjá Armenia Bielefeld í Þýskalandi og skoraði 2020-21 eitt mark í fimm leikjum í þýsku Bundesligunni.
Athugasemdir