Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 22. ágúst 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vildi ekki staðfesta að Pétur færi í Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu fram þau tíðindi í júlí að Pétur Theodór Árnason framherji Gróttu væri á leið til Breiðablik eftir tímabilið.

Breiðablik sigraði KA í Pepsi Max deildinni í gær en eftir leikinn var Halldór Árnason aðstoðarþjálfari liðsins spurður út í það hvort hann gæti staðfest hvort Pétur væri á leið til félagsins.

„Nei, það verður bara að koma í ljós núna í haust hvað verður. Pétur klárar bara tímabilið með Gróttu, hann er búinn að standa sig frábærlega og er auðvitað geggjaður leikmaður. Það kemur í ljós."

Hafið þið rætt við Gróttu um að fá leikmanninn?

„Ég hef ekki rætt við neinn. Jú, jú einhverjar þreifingar hafa átt sér stað."
Dóri Árna: Viktor fær gjörsamlega galið spjald
Athugasemdir
banner