Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur: Mér fannst þetta bara lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
banner
   sun 22. september 2024 17:23
Haraldur Örn Haraldsson
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér líst bara ótrúlega vel á að fara spila á Laugardalsvelli. Það er ábyggilega gaman að spila þarna og enn betra að vinna. Svo er bara sú besta í boði þannig það er bara geggjað." Sagði Ásgeir Helgi Orrason leikmaður Keflavíkur eftir að liðið hans tapaði fyrir ÍR 3-2 í dag. Keflavík vann hinsvegar fyrri leikinn 4-1 og eru því komnir áfram í úrslitaleik umspilsins.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍR

„Þeir eiginlega mættu bara af krafti, miklu betur en við. Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir. Þannig eftir fyrsta markið þá komu tvö önnur, en það var þægilegt að ná marki í lokin fyrir hálfleik. Þannig við náðum smá meiri stjórn í seinni."

Keflavík náði marki rétt fyrir hálfleik sem var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið. Með þessu marki voru Keflvíkingar aftur komnir með forystuna í einvíginu.

„Það var eiginlega bara 'must' að ná þessu fyrsta marki. Ég held að við hefðum komið mjög stressaðir inn í seinni, 3-0 undir og allt jafnt í einvíginu. Þannig þetta var mjög mikilvægt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner