
„Mér líst bara ótrúlega vel á að fara spila á Laugardalsvelli. Það er ábyggilega gaman að spila þarna og enn betra að vinna. Svo er bara sú besta í boði þannig það er bara geggjað." Sagði Ásgeir Helgi Orrason leikmaður Keflavíkur eftir að liðið hans tapaði fyrir ÍR 3-2 í dag. Keflavík vann hinsvegar fyrri leikinn 4-1 og eru því komnir áfram í úrslitaleik umspilsins.
Lestu um leikinn: Keflavík 2 - 3 ÍR
„Þeir eiginlega mættu bara af krafti, miklu betur en við. Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir. Þannig eftir fyrsta markið þá komu tvö önnur, en það var þægilegt að ná marki í lokin fyrir hálfleik. Þannig við náðum smá meiri stjórn í seinni."
Keflavík náði marki rétt fyrir hálfleik sem var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið. Með þessu marki voru Keflvíkingar aftur komnir með forystuna í einvíginu.
„Það var eiginlega bara 'must' að ná þessu fyrsta marki. Ég held að við hefðum komið mjög stressaðir inn í seinni, 3-0 undir og allt jafnt í einvíginu. Þannig þetta var mjög mikilvægt."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.