Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal og City gerðu 2-2 jafntefli
Mynd: Arsenal
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í efstu deild kvenna á Englandi í dag, þar sem stórveldin Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli í kaflaskiptum slag. Til gamans má geta að Man City og Arsenal gerðu einnig 2-2 jafntefli í meistaraflokki karla í dag, en sá leikur fór fram á Etihad leikvanginum í Manchester.

Leikurinn í London var afar fjörugur þar sem bæði lið fengu góð færi og tók Arsenal forystuna snemma leiks með marki frá norsku landsliðskonunni Frida Leonhardsen-Maanum.

Vivianne Miedema, sem var lykilleikmaður í liði Arsenal áður en hún skipti yfir til Man City, jafnaði metin á 42. mínútu og var staðan jöfn í leikhlé, 1-1.

Leikurinn fór fram á Emirates leikvanginum og mættu rúmlega 41 þúsund manns til að horfa.

Jessica Park kom Man City yfir í síðari hálfleik en enska landsliðskonan Bethany Mead jafnaði á lokakaflanum. Stórliðin áttust við í fyrstu umferð á nýju deildartímabili, eftir að Arsenal eyðilagði titilvonir Man City á síðustu leiktíð með sigri í Manchester í næstsíðustu umferð deildartímabilsins. City endaði í öðru sæti ensku ofurdeildarinnar eftir Chelsea á markatölu, á meðan Arsenal hafnaði í þriðja sæti.

Liverpool gerði þá jafntefli við Leicester í dag á meðan Tottenham vann þægilegan sigur gegn Crystal Palace.

Arsenal 2 - 2 Man City
1-0 Frida Leonhardsen-Maanum ('8)
1-1 Vivianne Miedema ('42)
1-2 Jessica Park ('58)
2-2 Bethany Mead ('81)

Liverpool 1 - 1 Leicester
1-0 Sophie Haug ('45+3)
1-1 Jutta Rantala ('53)

Tottenham 4 - 0 Crystal Palace
1-0 Hayley Raso ('19)
2-0 Jessica Naz ('52)
3-0 Drew Spence ('76)
4-0 Olga Ahtinen ('87)
Rautt spjald: Brooke Aspin, Palace ('94)
Athugasemdir
banner
banner