Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dovbyk og Dybala sökktu Udinese - Bologna vann
Mynd: Getty Images
Úkraínski framherjinn Artem Dovbyk hefur verið að gera góða hluti eftir erfiða byrjun með AS Roma.

Dovbyk skoraði eina mark Roma í jafntefli gegn Genoa í síðustu umferð og í dag gerði hann fyrsta mark leiksins og lagði einnig upp í 3-0 sigri.

Paulo Dybala var einnig í byrjunarliði Rómverja og skoraði hann úr vítaspyrnu á 49. mínútu, áður en hinn efnilegi Tommaso Baldanzi kom inn af bekknum til að skora eftir undirbúning frá Dovbyk.

Lokatölur urðu 3-0 fyrir Roma í fyrsta leiknum undir stjórn Ivan Juric sem var ráðinn á dögunum.

Þetta er jafnframt fyrsti sigur Rómverja á deildartímabilinu og er liðið núna með 6 stig eftir 5 fyrstu umferðirnar.

Bologna skóp þá einnig sinn fyrsta sigur á nýju deildartímabili í dag, þegar spútnik lið síðustu leiktíðar kíkti í heimsókn til Monza.

Miðjumaðurinn efnilegi Kacper Urbanski gerði vel að taka forystuna fyrir Bologna í fyrri hálfleik en Milan Djuric jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Staðan var jöfn eftir jafnan fyrri hálfleik.

Bologna var sterkari aðilinn eftir leikhlé og tókst hinum funheita Santiago Castro að skora sigurmarkið á 80. mínútu.

Castro hefur verið frábær á upphafi nýs tímabils og er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í síðustu tveimur deildarleikjum.

Roma 3 - 0 Udinese
1-0 Artem Dovbyk ('19 )
2-0 Paulo Dybala ('49 , víti)
3-0 Tommaso Baldanzi ('70 )

Monza 1 - 2 Bologna
0-1 Kacper Urbanski ('24 )
1-1 Milan Djuric ('43 )
1-2 Santiago Castro ('80 )
Athugasemdir
banner
banner