Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 17:52
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Stuttgart rúllaði yfir Dortmund
Deniz Undav hefur verið funheitur á upphafi nýs tímabils.
Deniz Undav hefur verið funheitur á upphafi nýs tímabils.
Mynd: EPA
Enzo Millot skoraði eitt og lagði upp tvö.
Enzo Millot skoraði eitt og lagði upp tvö.
Mynd: EPA
Stuttgart 5 - 1 Borussia Dortmund
1-0 Deniz Undav ('4 )
2-0 Ermedin Demirovic ('21 )
3-0 Enzo Millot ('62 )
3-1 Serhou Guirassy ('75 )
4-1 El Bilal Toure ('80 )
5-1 Deniz Undav ('90 )

Stuttgart tók á móti Borussia Dortmund í toppbaráttu þýska boltans í dag og úr varð mikill markaleikur.

Heimamenn í Stuttgart byrjuðu af miklum krafti og skoraði Deniz Undav strax á fjórðu mínútu.

Stuttgart var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Ermedin Demirovic forystuna, en gestirnir frá Dortmund áttu engin svör og var staðan 2-0 í leikhlé. Vinstri bakvörðurinn Maximilian Mittelstadt átti báðar stoðsendingarnar.

Nuri Sahin þjálfari Dortmund gerði tvöfalda skiptingu í leikhlé en hún hafði engin áhrif á gang mála. Stuttgart var áfram sterkari aðilinn og setti Enzo Millot þriðja mark leiksins á 62. mínútu.

Serhou Guirassy, sem var keyptur frá Stuttgart til Dortmund í sumar, minnkaði muninn fyrir gestina eftir undirbúning frá Englendinginum efnilega Jamie Bynoe-Gittens.

Þetta mark var þó ekki byrjunin á neinni endurkomu, því El Bilal Toure og Undav gerðu út um viðureignina með tveimur mörkum á lokakaflanum eftir stoðsendingar frá Millot.

Lokatölur urðu því 5-1 fyrir Stuttgart sem jafnar Dortmund á stigum með þessum sigri. Bæði lið eiga núna sjö stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar á nýju tímabili - fimm stigum á eftir toppliði FC Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner