Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Timber og Welbeck bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fjögur taplaus lið eftir í ensku úrvalsdeildinni og mættust þau í tveimur leikjum dagsins sem fóru fram í dag.

Það gat því ekki komið mörgum á óvart þegar báðum leikjunum lauk með jafntefli. Liðin fjögur eru því enn taplaus eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýju úrvalsdeildartímabili.

Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti Arsenal og úr varð afar áhugaverður slagur, þar sem Arsenal leiddi 1-2 í leikhlé en var leikmanni færri eftir að Leandro Trossard fékk að líta rauða spjaldið.

Heimamenn í liði City sóttu án afláts í síðari hálfleik en tókst ekki að jafna fyrr en seint í uppbótartíma, eftir hornspyrnu á 98. mínútu.

Hollenski varnarmaðurinn Jurriën Timber byrjaði í stöðu hægri bakvarðar hjá Arsenal og var Ben White settur á bekkinn í fyrsta sinn í tvö ár. Sú ákvörðun Mikel Arteta þjálfara átti heldur betur eftir að skila sér vegna þess að Timber var valinn sem besti leikmaður vallarins af fótboltasérfræðingum Sky Sports.

Timber fær þó ekki nema 7 í einkunn fyrir sinn þátt, eins og margir aðrir leikmenn vallarins. Trossard var skúrkurinn og fær hann 4 í einkunn fyrir að láta reka sig klaufalega af velli.

Brighton og Nottingham Forest gerðu einnig 2-2 jafntefli, þar sem Danny Welbeck skoraði eitt markanna og var valinn sem besti maður leiksins.

Man City: Ederson (6), Gvardiol (6), Akanji (7), Dias (7), Walker (6), Gundogan (7), Rodri (6), Silva (7), Doku (6), Haaland (7), Savinho (7).
Varamenn: Stones (7), Kovacic (7), Grealish (6), Foden (6).

Arsenal: Raya (7), Calafiori (7), Gabriel (7), Saliba (6), Timber (7), Martinelli (7), Rice (6), Partey (6), Saka (7), Trossard (4), Havertz (6).
Varamenn: White (6), Kiwior (6)



Brighton: Verbruggen (6), Veltman (6), Dunk (7), Van Hecke (7), Estupinan (6), Baleba (7), Hinshelwood (7), Rutter (6), Adingra (6), Mitoma (7), Welbeck (8)
Varamenn: Joao Pedro (7), Minteh (6), Wieffer (6), Ferguson (6)

Nott Forest: Sels (6), Murillo (7), Anderson (6), Gibbs-White (7), Wood (7), Hudson-Odoi (6), Ward-Prowse (6), Moreno (6), Elanga (6), Milenkovic (7), Aina (6)
Varamenn: Williams (6), Jota (7), Sosa (6), Yates (6)
Athugasemdir
banner
banner