Rétt í þessu var að hefjast leikur Nottingham Forest og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Þegar liðin voru tilkynnt vakti það athygli að Thiago og Darwin Nunez eru ekki í leikmannahópi Liverpool og nú er komin skýring þar á.
Thiago er með sýkingu í eyra og því getur hann ekki verið til taks í dag og þá er sóknarmaðurinn Darwin Nunez meiddur á læri eftir leikinn gegn West Ham í miðri viku.
Darwin spilaði vel og skoraði sigurmarkið í leiknum en hann fann eitthvað til í lærinu og hann mun því ekki geta tekið þátt í leiknum í dag.
Jurgen Klopp gerði alls fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn West Ham en Andy Robertson er mættur aftur í liðið sem og Fabinho svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir