Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 22. nóvember 2024 10:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Daníel á leið í Fram
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar Daníel Aðalsteinsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Fram. Hann kemur frá Gróttu þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil.

Arnar Daníel er uppalinn hjá Breiðabliki en náði einungis að spila einn leik í Lengjubikarnum með Blikum áður en hann fór í Gróttu. Hann fór fyrst á láni á Seltjarnarenes en skipti svo alfarið fyrir tímabilið 2023.

Arnar Daníel er tvítugur varnarmaður sem skoraði fjögur mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni í sumar. Leiknir hefðu orðið fleiri ef hann hefði ekki farið til Bandaríkjanna í háskólanám.

Hann byrjaði tvo leiki U19 landsliðsins þegar það fór á lokamót EM 2023.

Grótta endaði á því að falla úr Lengjudeildinni og Fram endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar eftir kaflaskipt tímabil.

Fram
Komnir
Róbert Hauksson frá Leikni
Viktor Freyr Sigurðsson frá Leikni
Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík
Óliver Elís Hlynsson frá ÍR
Víðir Freyr Ívarsson frá Hetti/Hugin (var á láni)

Farnir
Brynjar Gauti Guðjónsson
Tiago
Jannik Pohl
Hlynur Atli Magnússon hættur

Samningslausir
Guðmundur Magnússon (1991)
Óskar Jónsson (1997)
Magnús Þórðarson (1999)
Djenairo Daniels (2002)
Stefán Þór Hannesson (1996)
Athugasemdir
banner
banner