Bakvörðurinn öflugi Guðjón Ernir Hrafnkelsson er á leið til KA samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Guðjón Ernir er 23 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði ÍBV síðustu fimm ár en rann út á samningi eftir síðustu leiktíð.
Guðjón æfði með Val fyrr í vetur en mun ekki semja við stórveldið, heldur mun hann flytja til Akureyrar.
Hann á 46 leiki að baki í Bestu deild karla og 61 í Lengjudeildinni.
Athugasemdir