Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Albert kom inn í óvæntu tapi á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fiorentina 1 - 2 Udinese
1-0 Moise Kean ('8 , víti)
1-1 Lorenzo Lucca ('49 )
1-2 Florian Thauvin ('57 )

Albert Guðmundsson byrjaði á varamannabekknum er Fiorentina tók á móti Udinese í efstu deild ítalska boltans í dag.

Moise Kean tók forystuna fyrir heimamenn í Flórens með marki úr vítaspyrnu á 8. mínútu og var staðan 1-0 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Gestirnir frá Údíne nýttu færin sín í síðari hálfleik og snéru stöðunni við á fyrsta stundarfjórðunginum. Fyrst skoraði Lorenzo Lucca gott mark eftir góða pressu frá Florian Thauvin, sem skoraði svo sjálfur með laglegu skoti til að taka forystuna.

Udinese gerði vel að loka vörninni hjá sér næsta hálftímann en Albert kom inn af bekknum og voru lokamínútur leiksins gríðarlega fjörugar. Fiorentina fékk góð færi en tókst ekki að skora, þar sem Albert tók föstu leikatriðin hjá heimamönnum en tókst ekki að búa til mark þrátt fyrir góðar spyrnur.

Lokatölur 1-2 fyrir Udinese sem er í efri hluta Serie A deildarinnar með 23 stig eftir 17 umferðir.

Fiorentina er í fimmta sæti með 31 stig, en sigur í dag hefði jafnað Inter og Lazio á stigum í 3. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner