Bandaríski fjárfestahópurinn COH Sports hefur lokið kaupum á enska fótboltafélaginu Sheffield United. Steven Rosen og Helmy Eltoukhy leiða hópinn og munu setjast í stjórn félagsins.
COH Sports kaupir félagið af sádi-arabíska prinsinum Prince Abdullah Bin Mossad Bin Abdulaziz sem hefur verið meirihlutaeigandi í Sheffield United síðustu fimm ár.
Sheffield trónir á toppi Championship deildarinnar sem stendur og er þar með þriggja stiga forystu á Leeds United sem situr í öðru sæti.
COH Sports hefur keypt 100% hlut í Sheffield en kaupviðræðurnar hófust síðasta sumar og hafa eigendaskiptin tekið um sex mánuði í heildina.
Búist er við að Sheffield muni kaupa nokkra leikmenn í janúar til að styrkja hópinn í tilraun sinni til að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina án þess að fara í gegnum umspilið.
Nýir eigendur telja það vera forgangsatriði að gera nýjan samning við Chris Wilder þjálfara.
A personal message from one of Prince Abdullah’s daughters, Sarah Abdullah Mosaad. pic.twitter.com/QP94gJsIxD
— Sheffield United (@SheffieldUnited) December 23, 2024
Athugasemdir