Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, telur það vera óhjákvæmilegt að Marcus Rashford verði seldur frá Rauðu djöflunum.
Rashford hefur verið utan hóps þrjá leiki í röð undir stjórn Rúben Amorim sem er nýlega tekinn við stjórnartaumunum hjá félaginu.
„Það er augljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis, það lítur ekki út fyrir að Marcus verði áfram í Manchester eftir þetta tímabil," sagði Neville eftir 0-3 tap Man Utd á heimavelli gegn Bournemouth um helgina.
„Mig grunar að það sé orðið óhjákvæmilegt að Marcus verði áfram hjá félaginu. Fyrir sjö eða átta dögum þá hefði ég sagt að það væri enginn möguleiki á því að Rashford færi frá Manchester í janúar, en núna finnst mér það orðið frekar líklegt.
„Það er talað svo mikið um Marcus að þetta er orðið truflandi fyrir störf þjálfarans. Það er kominn tími til að hann skipti um félag. Það gæti vel verið að Marcus sé einn af þessum leikmönnum sem stendur sig vel eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í Manchester, eins og Jadon Sancho sem er að gera flotta hluti hjá Chelsea."
Athugasemdir