Mateta skoraði 11 mörk í 10 síðustu leikjum síðasta úrvalsdeildartímabils og var lykilmaður í Ólympiuliði Frakka sem hreppti silfurverðlaun.
Crystal Palace er búið að virkja ákvæði í samningi hjá framherja sínum Jean-Philippe Mateta um að framlengja um eitt ár.
BBC greinir frá þessu en nýr samningur Mateta mun gilda til 30. júní 2027.
Mateta er 27 ára gamall og er kominn með 7 mörk og 2 stoðsendingar í 21 leik það sem af er tímabils.
Mateta er mjög metnaðarfullur og vill spila í Evrópukeppni til að reyna að komast í franska landsliðshópinn fyrir HM 2026. Hann er lykilmaður í liði Crystal Palace undir stjórn Oliver Glasner og hefur verið í samningsviðræðum við félagið undanfarna mánuði, en samkomulag hefur ekki náðst og ákvað félagið að virkja ákvæðið.
Palace hefur átt erfiðan fyrri hluta tímabils í ensku úrvalsdeildinni og er í 16. sæti sem stendur. Næsti leikur liðsins er gegn Bournemouth annan í jólum.
Athugasemdir