Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mán 23. desember 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford fær annað tækifæri undir Amorim
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim þjálfari Manchester United svaraði fleiri spurningum um Marcus Rashford í dag.

Rashford hefur verið utan hóps hjá Man Utd síðustu þrjá leiki í röð en mun fá tækifæri í næstu leikjum. Rashford gaf viðtal á dögunum þar sem hann sagðist vera tilbúinn fyrir næstu áskorun á ferlinum, þrátt fyrir að eiga þrjú og hálft ár eftir af samningi við félagið.

„Þetta er erfitt ástand," sagði Amorim við Sky Sports. „Ég skil að þessir leikmenn eru með mikið af fólki í kringum sig, vini, ráðgjafa og fjölskyldur, sem hjálpa við að taka hinar ýmsu ákvarðanir. Ég átta mig á því að leikmennirnir stinga ekki endilega upp á svona hlutum sjálfir.

„Það var ekki bara Marcus sem ákvað að fara í þetta viðtal heldur líka fólkið í kringum hann. Það er ekki hægt að skella allri sökinni á leikmanninn.

„Eins og staðan er í dag er ég einbeittur að því að bæta Marcus, hann er virkilega hæfileikaríkur fótboltamaður og við þurfum á honum að halda. Ég er búinn að gleyma þessu viðtali, núna þurfum við að sjá hvað hann gerir á vellinum."


Rashford er 27 ára gamall og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum fyrir Man Utd. Hann er uppalinn hjá félaginu og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir meistaraflokk fyrir rúmlega átta árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner