Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 09:50
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham vill fara til Real Madrid - Benfica hafnaði 88 milljón punda tilboði í Enzo
Powerade
Adrien Rabiot til Arsenal?
Adrien Rabiot til Arsenal?
Mynd: EPA
Fer Aaron Wan-Bissaka aftur til Crystal Palace?
Fer Aaron Wan-Bissaka aftur til Crystal Palace?
Mynd: EPA
Þorláksmessa er gengin í garð og þá er komið að öllu því helsta í slúðurpakkanum en það er nóg af áhugaverðum molum í dag.

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham vill helst af öllu ganga í raðir Real Madrid á Spáni. Liverpool, Manchester City og Manchester United hafa einnig áhuga á þessum 19 ára gamla leikmanni. (AS)

Benfica hefur hafnað 88 milljón punda tilboði frá ónefndu liði í argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (21). Hann hefur verið orðaður við Liverpool og Real Madrid, en Benfica ætlar ekki að selja hann fyrir minna en 106 milljónir punda. (Record)

Real Madrid ætlar að reyna að fá Manuel Locatelli (24), miðjumann Juventus, ef félagið nær ekki að fá Fernandez og Bellingham. (AS)

Chelsea hefur komist að samkomulagi við norska félagið Molde um kaup á Fílabeinsstrendingnum David Datro Fofana. Kaupverðið er 10,5 milljónir punda fyrir þennan 20 ára leikmann. (Fabrizio Romano)

Edouard Mendy (30), markvörður Chelsea, hafnað nýju samningstilboði Chelsea þar sem hann telur félagið sýna sér vanvirðingu með launatilboðinu. Samningstilboðið var til næstu sex ára. (Sun)

Julen Lopetegui, stjóri Wolves, vonast til þess að Adama Traore (26) framlengi samning sinn við félagið. (Express)

Carlo Nicolini, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk, hefur staðfest áhuga Arsenal á úkraínska leikmanninum Mykhailo Mudryk (21). (Calciomercato)

Arsenal er að reyna að kaupa franska landsliðsmanninn Adrien Rabiot (27), sem er á mála hjá Juventus. Hann verður samningslaus í sumar. (Repubblica)

Þá á toppliðið í ensku úrvalsdeildinni eftir að taka ákvörðun um hvort það leyfi portúgalska varnarmanninum Cedric Soares (31) að fara í janúar. Fulham er í bílstjórasætinu en Bayer Leverkusen og Villarreal hafa einnig áhuga. (Evening Standard)

Laun Soares eru að koma í veg fyrir að hann komist frá Arsenal en hann þénar 75 þúsund pund á viku. (Sun)

Crystal Palace hefur áhuga á að fá Aaron Wan-Bissaka (25), varnarmann Manchester United, aftur til félagsins. Palace seldi hann til United fyrir þremur árum. (Evening Standard)

Nottingham Forest er komið í baráttuna með Fulham um Abdoulaye Doucoure (29), leikmann Everton. (Mail)

Leeds hefur spurst fyrir um Mason Holgate (26), varnarmann Everton. Lyon hefur einnig áhuga (Sun)

Mark Jackson, einn af þjálfurum Leeds, er í viðræðum um að taka við MK Dons. (Football Insider)

Liverpool og Manchester United eru meðal félaga í úrvalsdeildinni sem fylgjast grannt með Felipe Rodriguez-Gentile (16), leikmanni Preston. Framherjinn skoraði fimm mörk í bikarkeppni unglingaliða á dögunum. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner