Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Bikarkeppni neðri deilda hefst í júní
Bikarkeppnin er fram í fyrsta sinn á næsta ári
Bikarkeppnin er fram í fyrsta sinn á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tillaga um bikarkeppni neðri deilda var samþykkt á ársþingi KSÍ í febrúar síðastliðnum og eru nú komin drög að leikdögum fyrir keppnina en þetta er í fyrsta sinn sem hún fer fram.

Þrettán félög í 2, 3 og 4.deild karla lögðu fram ósk fyrir tveimur árum til KSÍ um að stofna bikarkeppni neðri deilda.

Sú tillaga var tekin fyrir á síðasta ársþingi og var hún samþykkt en KSí birti í dag leikdaga fyrir keppnina.

32-liða úrslit fara fram þann 21. júní og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilaður þann 29. september.

Þátttaka í bikarkeppni neðri deilda er heimil þeim aðildarfélögum KSÍ sem leika í 2. og 3. deild, þeim tveimur aðildarfélögum sem féllu úr 3. deild árið áður auk aðildarfélaga sem enduðu í 3. til 8. sæti 4. deildar árið áður. Hverju aðildarfélagi er heimilt að tilkynna eitt lið til keppni.

Leikdagar í bikarkeppni neðri deilda:
21. júní - 32-liða úrslit
19. júlí - 16-liða úrslit
8. ágúst - 8-liða úrslit
23. september - Undanúrslit
29. september - Úrslitaleikur
Athugasemdir
banner
banner