Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Claudio Ranieri ráðinn til Cagliari (Staðfest)
Mynd: EPA

Ítalska B-deildarfélagið Cagliari er búið að ráða Claudio Ranieri til starfa.


Cagliari féll úr Serie A í sumar og hefur verið í miklu basli í B-deildinni þar sem félagið er aðeins komið með 22 stig eftir 18 umferðir, þremur stigum frá fallbaráttunni.

Ranieri skrifar undir tveggja ára samning við Cagliari með það sem markmið að koma félaginu upp um deild sem fyrst.

Það eru mörg lið sem komast í umspil um sæti í efstu deild og er Cagliari ekki nema fjórum stigum frá umspilssæti. Það er stutt á milli fallsætis og umspilssætis í B-deildinni.

Ranieri hefur helst unnið sér það til frægðar að stýra Leicester City til afar óvænts Englandsmeistaratitils tímabilið 2015-16 en síðan þá hefur hann stýrt Nantes, Fulham, Roma, Sampdoria og Watford.

Þetta er í annað sinn sem Ranieri tekur við Cagliari. Hann stýrði félaginu einnig frá 1988 til 1991.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner