Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Cunha kvaddi stuðningsmenn Atlético
Matheus Cunha
Matheus Cunha
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Matheus Cunha er að ganga í raðir Wolves frá Atlético Madríd en hann kvaddi stuðningsmenn spænska félagsins á Instagram í gær.

Wolves náði á dögunum samkomulagi við Atlético um kaup á Cuhha.

Hann verður á láni hjá enska félaginu út tímabilið og mun Wolves svo kaupa hann fyrir 40 milljónir punda.

Cunha, sem er 23 ára gamall, er búinn í læknisskoðun hjá Úlfunum og verður kynntur á allra næstu dögum.

Brasilíumaðurinn sendi stuðningsmönnum Atlético hjartnæmar kveðjur á Instagram í gær.

„Að elska og vera elskaður, svona hlutir munu aldrei breytast. Að vera tengdur einhverju, að líða mikilvægum, finna umhyggju og líða eins og maður sé hluti af fjölskyldu er öðruvísi.“

„Frá mínum dýpstu hjartarótum, takk. Þið eruð með magnaða leikmenn, sem eru íþróttamenn og fólk. Þið eruð með stuðningsmenn sem láta manni líða eins og heima hjá sér, þó maður sé hinum megin á hnettinum,“
skrifaði Cunha.


Athugasemdir
banner
banner
banner