Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 15:52
Brynjar Ingi Erluson
Dani Hatakka í FH (Staðfest)
Dani Hatakka er mættur til FH
Dani Hatakka er mættur til FH
Mynd: FH
Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka skrifaði í dag undir eins árs samning við FH en hann kemur til félagsins frá Keflavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FH-ingum í dag.

Hatakka, sem er fæddur árið 1994, kom til Keflvíkinga fyrir síðustu leiktíð og spilaði 26 leiki og gerði 4 mörk í Bestu deild karla.

Finnski varnarmaðurinn hefur áður spilað fyrir norsku liðin Brann og Hödd ásamt því að spila með SJK Seinäjoki, Honka og Kups í heimalandinu.

Hann skrifaði í dag undir eins árs samning við FH og mun því spila með liðinu á næstu leiktíð.

Þetta er annar leikmaðurinn sem FH fær til Keflavík eftir tímabilið en markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði.

Keflvíkingar hafa misst marga lykilmenn úr herbúðum sínum en Patrik Johanessen fór í Breiðablik á meðan Rúnar Þór Sigurgeirsson hélt til Öster í Svíþjóð, Kian Williams til Kanada og Joey Gibbs í Stjörnuna.


Athugasemdir
banner
banner