David Datro Fofana, tvítugur framherji Molde, er búinn að standast læknisskoðun fyrir félagsskipti sín yfir til Chelsea.
Chelsea borgar 12 milljónir evra fyrir Fofana sem er búinn að samþykkja langtímasamning við enska stórveldið.
Félagsskiptin verða tilkynnt á næstu dögum og gengur Fofana í raðir Chelsea um leið og janúarglugginn opnar.
Fofana gerði 22 mörk í 39 leikjum með Molde á þessu ári og þá á hann þrjá A-landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina.
Athugasemdir