Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gautaborg hefur áhuga á Brynjari Inga
Mynd: Vålerenga
Mynd: KSÍ

Expressen í Svíþjóð greinir frá því að Gautaborg hafi áhuga á að bæta tveimur leikmönnum Vålerenga við leikmannahópinn hjá sér.


Annar þeirra er miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason, sem er 23 ára gamall og með 14 A-landsleiki að baki.

Gautaborg er með norska njósnarann Stig Torbjörnsen í broddi fylkingar hjá sér þegar kemur að leikmannakaupum og hefur hann sterkar skoðanir á Brynjari Inga og liðsfélaga hans, miðjumanninum Tobias Christensen sem er 22 ára.

Christensen vill yfirgefa Vålerenga til að fá aukinn spiltíma á meðan óljóst er hvort Brynjar Ingi vilji skipta um félag í þriðja sinn á rúmu ári. Hann var hjá KA í fyrra, skipti til Lecce í vetur og endaði svo hjá Valerenga í febrúar.

Brynjar átti erfitt ár í Noregi þar sem hann missti sæti sitt í byrjunarliði Vålerenga og spilaði 12 leiki fyrir varaliðið. Hann fékk aftur að spreyta sig með byrjunarliðinu undir lok tímabilsins eftir að hafa ekki hrifið þjálfarateymið á fyrri hlutanum.

Brynjar er samningsbundinn Vålerenga til 2025 en norska félaginu vantar pening til að endurbyggja liðið sitt og gæti því selt.

Gautaborg, sem krækti í norska bakvörðinn Anders Trondsen á dögunum, hefur verið orðað við Elias Hagen hjá Bodö/Glimt og er sagt hafa boðið 5 milljón norskar krónur í miðjumanninn.


Athugasemdir
banner
banner