George Cohen, fyrrum leikmaður Fulham og enska landsliðsins, er látinn, 83 ára að aldri.
Cohen, sem spilaði stöðu hægri bakvarðar, spilaði alla sex landsleiki Englands er liðið vann HM árið 1966.
Hann gegndi þá hlutverki varafyrirliða í úrslitaleiknum gegn Þýskalandi þar sem Geoff Hurst skoraði eftirminnilega þrennu.
Cohen spilaði allan sinn feril með Fulham og talinn einn besti leikmaður í sögu félagsins en árið 2016 var reist stytta af honum fyrir utan Craven Cottage, heimavöll Fulham.
Á þrettán ára ferli sínum með Fulham spilaði hann 459 leiki.
Aðeins tveir leikmenn úr sigurliðinu frá 1966 eru enn á lífi en það eru Hurst og Bobby Charlton.
Very sad to hear my friend and @England teammate George Cohen has died. Everyone, without exception, always said that George was such a lovely man. He will be sadly missed, my heartfelt thoughts are with George’s wife Daphne and his family.
— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) December 23, 2022
Athugasemdir