Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Geronimo Rulli efstur á óskalista Ajax
Rulli spilaði 45 leiki á síðustu leiktíð.
Rulli spilaði 45 leiki á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA

Argentínski markvörðurinn Gerónimo Rulli er efstur á óskalista hollenska stórveldisins Ajax.


Rulli er þrítugur aðalmarkvörður Villarreal á Spáni og ólíklegt að félagið sé tilbúið til að selja hann ódýrt. Hátt verð þarf þó ekki að stöðva Ajax sem býr yfir nægum fjármunum eftir mikið af stórum leikmannasölum undanfarin tímabil.

Rulli er mikilvægur hlekkur í liði Villarreal en Ajax vantar markvörð í háum gæðaflokki til að taka við byrjunarliðssætinu.

Emiliano Martinez, landsliðsmarkvörður Argentínu, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki Andre Onana hjá Ajax. Martinez hefur verið orðaður við FC Bayern og fleiri félög en Aston Villa býst við að halda honum innan félagsins.

„Það er frábært að hafa Emi Martinez á milli stanganna. Ég þekkti hann frá dvöl okkar hjá Arsenal og er mjög ánægður að við séum saman hjá Aston Villa," sagði Unai Emery, þjálfari Villa.


Athugasemdir
banner
banner